Eldri skýrslur - RNU Skýrslur gefnar út af Rannsóknarnefnd umferðarslysa (RNU) Síða 8

Leita að skýrslu

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Snorrabraut við Bergþórugötu

Tveimur fólksbifreiðum var ekið á hægri akrein suður Snorrabraut seinni part dags. Myrkur var úti, þurrt og meðal vindur. Fyrri bifreiðin var af Volkswagen Golf gerð en sú síðari Subaru Justy. Ökumenn þeirra biðu um stund á rauðu ljósi við Laugarveg, en óku svo áfram eftir að græna ljósið kom. Er þeir nálguðust gatnamótin við Bergþórugötu jók ökumaður Subaru bifreiðarinnar nokkuð hraðann og skipti yfir á vinstri akrein til að taka fram úr.

Skýrsla 18.12.2010
Umferðarsvið

Þjóðvegur 1 við Einarsstaði í Reykjadal

Gömul hópbifreið, með 15 erlenda ferðamenn innanborðs ásamt leiðsögu og ökumanni, fór út af þjóðvegi 1 í Reykjadal við bæinn Einarsstaði að kvöldi til miðvikudaginn 21. júlí 2010. Nokkrir farþeganna hlutu mikil
meiðsli og margir hlutu mar og skrámur.

Skýrsla 21.07.2010
Umferðarsvið

Norðurlandsvegur í Langadal

Ökumaður DAF vörubifreiðar, með Moeslein tengivagn, ók áleiðis norður þjóðveg 1 í Langadal að kvöldlagi. Á palli bifreiðarinnar voru lyftari og steinrör auk annars farms. Á tengivagninum voru 9 raðir af steinrörum og var hleðslan um 2,5 metrar á hæð. Innarlega í Langadal fór tengivagninn að hluta yfir á öfugan vegarhelming.

Skýrsla 27.12.2010
Umferðarsvið

Hringbraut við Mánatorg, Reykjanesbæ

Ökumaður jeppabifreiðar ók norður Hringbraut frá Reykjanesbæ. Í bifreiðinni voru að auki þrír farþegar. Höfðu þeir allir verið að skemmta sér um nóttina og voru á heimleið undir morgun, áleiðis að Garði og Sandgerði. Skammt frá Mánatorgi ók ökumaður utan í ljósastaur, sveigði síðan til vinstri og ók þar útaf. Bifreiðin valt og hafnaði fimm metra utan vegar á hjólunum.

Skýrsla 24.04.2010
Umferðarsvið

Borgarbraut, Borgarnes.

Ökumaður fólksbifreiðar ók Borgarbraut í Borgarnesi til suðurs. Á sama tíma gekk gangandi vegfarandi, kona áleiðis yfir Borgarbrautina á gangbraut á móts við pósthúsið þar. Ökumaður sá ekki til konunnar og ók á hana. Þegar slysið varð var sól lágt á lofti úr suðri og blindaði ökumann. Konan sem fórst í slysinu var sem var 77 ára kona.

Skýrsla 27.11.2010
Umferðarsvið

Langeyrarvegur

Slysið varð að kvöldlagi á Siglufirði. Atvik voru þau að hópbifreið, með ungmennum, var ekið til Siglufjarðar eftir heimsókn til Ólafsfjarðar. Ökumaður hópbifreiðarinnar hafði stöðvað bifreiðina til að hleypa nokkrum ungmennum út. Þrjár 13 ára stúlkur voru meðal þeirra og fóru þær aftur fyrir hópbifreiðina og yfir götuna. Fólksbifreið sem ekið var á nokkurri ferð suður Langeyrarveg ók á stúlkurnar. Við ákeyrsluna lést ein stúlknanna vegna fjöláverka sem hún hlaut. Önnur stúlka slasaðist alvarlega í ákeyrslunni en sú þriðja minna.

Skýrsla 16.11.2011
Umferðarsvið

Stikuháls

Ökumaður vörubifreiðar með festivagn ók norður Innstrandaveg á Stikuhálsi þegar sauðfé hljóp í veg fyrir bifreið hans. Ökumaðurinn snögghemlaði með þeim afleiðingum að þungur farmur festivangs bifreiðarinnar fór af stað, braut niður framgafl vagnsins, lenti svo á stýrishúsi bifreiðarinnar og braut það af festingum sínum. Að mati RNU skapaðist alvarleg hætta þar sem farmurinn var ekki festur eins og reglur kveða á um.

Skýrsla 26.10.2011
Umferðarsvið

Fagridalur

Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á henni í mikilli hálku á leið upp Fagradal. Bifreiðin fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á vörubifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést af völdum slyssins. Um einum kílómetra frá slysstað var vegurinn hálkulaus. Þaðan hafði hálkan farið vaxandi þar til að um 500 metrum frá slysstað var orðin flughálka sem var illgreinanleg. Undir fólksbifreiðinni voru slitnir sumarhjólbarðar.

Skýrsla 12.10.2011
Umferðarsvið

Mið-Selsvegur Rangárvallasýslu

Slys þetta varð á heimreiðinni að bænum Mið-Seli í Rangárvallasýslu seinni part dags í ágúst. Ökumaður fólksbifreiðar ók að heimreiðinni en stöðvaði við hlið sem þar er. Í bifreiðinni voru þrjú börn ásamt ökumanni og hugðust tvö þeirra hlaupa eftir heimreiðinni að húsi sem þau dvöldu í. Annað barnið, ung telpa, var við hlið bílsins þegar ökumaður ók af stað og varð undir honum. Að mati RNU gætti ökumaður ekki að því að telpan var í mikilli hættu vegna nálægðar sinnar við bifreiðina.

Skýrsla 03.08.2011
Umferðarsvið

Víkur á Skaga

Ökumaður ók bifhjóli út af heimreið ofan í læk við bæinn Víkur að kvöldi til. Hafnaði hann með höfuðið á steini á lækjarbakkanum. Hann var ekki með hlífðarhjálm á höfðinu og hlaut við fallið banvæna höfuðáverka. Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur miklar líkur á því að hann hefði lifað slysið af, hefði hann verið með hlífðarhjálm. Beinir nefndin því til allra sem aka bifhjólum, bæði litlum bifhjólum og stórum, að vera með viðurkenndan hjálm og gæta að því að hann sé tryggilega festur á höfuðið við notkun.

Skýrsla 12.07.2011
Umferðarsvið