Eldri Skýrslur - RNF / Flugslysanefnd

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Flugslys TF-LEO við Gæsavatnaskála

Flugvélinni var lent á hálendi við vetraraðstæður. Flugvélin lenti í snjóskafli með þeim afleiðingum að hún hafnaði á bakinu.

Skýrsla 23.09.2006
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-LLA (Boeing 767-300) 700 Nm vestan við LPAZ

Flugmenn á TF-LLA finna rafmagnslykt í flugstjórnarklefa og ákveða að halda flugi áfam þar sem lyktin hvarf. Skömmu síðar finnur áhöfnin enn á ný rafmagnslykt. Áhöfnin setur upp súrefnisgrímur og er flugvélinni snúið til Point á Pitre flugvallar. Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi (BEA) rannsakaði atvikið og skilaði skýrslu sinni á frönsku. Helstu atriði skýrslunnar hafa verið þýdd hér að ofan.

Skýrsla 17.09.2006
Flugsvið

Flugslys TF-FAD (Piper PA-38-112 Tomahawk) í Eyjafirði

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur gefið út skýrslu um flugslys flugvélarinnar TF-FAD, sem er af gerðinni Piper Tomahawk, er varð þann 3. september 2006. Flugnemi og flugkennari voru í kennsluflugi við Hjalteyri í Eyjafirði og voru að æfa neyðarviðbrögð. Flugneminn tók upp vængbörð áður en aflgjafa var ýtt inn. Við það missti flugvélin hæð og lenti á túni. Í lendingunni rakst flugvélin í jörðina og steyptist fram yfir sig. Engin slys urðu á mönnum en flugvélin skemmdist talsvert.

Skýrsla 03.09.2006
Flugsvið

Flugslys TF-EGD (Piper PA-38) á Tungubakkaflugvelli

Flugvélin náði ekki tilætluðum flugtakshraða og fór fram af flugbrautarenda án þess að takast á loft með þeim afleiðingum að hún hafnaði í Leirvogsá.

Skýrsla 20.08.2006
Flugsvið

Flugumferðaratvik TF-AIR/FUA701W við Keflavíkurflugvöll

TF-AIR var í sjónflugi til lendingar á flugbraut 20 á Keflavíkurflugvelli. FUA701W var í blindaðflugi að sömu flugbraut. Aðskilnaður varð á milli flugvélanna. Láréttur aðskilnaðurinn varð minnstur 0,3 Nm. Lóðréttur aðskilnaður varð minnstur 300 fet.

Skýrsla 17.08.2006
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-CSB (Dornier 328) á Aberdeen flugvelli

Í lendingarbruninu gat flugáhöfnin ekki hægt nægjanlega á flugvélinni þar sem þeir komu handföngum fyrir hreyfilafl ekki í stöðu fyrir vendiskurð (Beta Range). Flugvélin fór fram af brautarenda og fram yfir öryggissvæði við brautarendann og stöðvaðist um 350 metra frá enda flugbrautarinnar. Engin meiðsl urðu á áhöfn eða farþegum. Þrjár tillögur eru gerðar í öryggisátt í skýrslunni.

Skýrsla 22.06.2006
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-CSB við Sumburgh flugvöll

Áhöfnin var í sjónflugi til Sumburgh flugvallar er veðrið versnaði og flugu þeir í nálægð við klettabelti. Jarðvari flugvélarinnar aðvaraði áhöfnina en flugstjórinn kaus að fylgja ekki "PULL UP" viðvörun frá jarðvaranum. Áhöfnin hélt aðfluginu áfram og lenti athugasemdalaust á flugvellinum. Rannsóknin leiddi í ljós nokkra rekstrarlega, þjálfunar, og mannlega þætti sem voru meðverkandi í röngum viðbrögðum áhafnarinnar. Tvær tillögur í öryggisátt eru gerðar varðandi þjálfun áhafna og rekstrarlegt eftirlit Flugmálastjórnar Íslands með flugrekandanum.

Skýrsla 11.06.2006
Flugsvið

Flugslys N9911V (Cessna 180H) í Fljótum á Hornströndum

Flugmaðurinn ætlaði sér að snertilenda flugvélinni í fjöruborði í Fljótum á Hornströndum. Í flugtakinu missti hreyfillinn skyndilega afl og var flugvélinni nauðlent beint fram á við. Flugvélin skemmdist mikið en flugmanninn sakaði ekki.

Skýrsla 05.06.2006
Flugsvið

Skýrsla um alvarlegt flugatvik TF-LIF, við Reykjavíkurflugvöll

Drifsköft stélþyrils skemmdust á flugi.

Skýrsla 12.05.2006
Flugsvið

Aðskilnaðarmissir (TCAS RA) CRJ1 og Boeing 757 við við ASTRO á Spáni

Flugumferðaratvik er varð í stjórnuðu loftrými á Spáni.

Skýrsla 29.04.2006
Flugsvið