Eldri Skýrslur - RNF / Flugslysanefnd Skýrslur gefnar út af Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) eða af Flugslysanefnd Síða 5

Hér er hægt er að nálgast allar útgefnar skýrslur RNF aftur til ársins 2000. Ef óskað er eftir eldri skýrslu RNF eða Flugslysanefndar má senda skriflega beiðni um það á netfangið RNSA@RNSA.is. Reynt verður að verða við beiðnum um eldri skýrslur eins og verkefnastaða stofnunarinnar leyfir. Þó skal haft í huga að vegna núgildandi laga um persónuvernd, þá mun RNSA yfirfara viðkomandi skýrslu og fjarlægja persónugreinanlegar upplýsingar áður en skýrslan er afhent. Jafnframt verður leitast við að birta viðkomandi skýrslu á vef stofnunarinnar.

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Flugslys TF-GUN (Cessna 180) við Selfossflugvöll

Hlekktist á í hliðarvindsflugtaki á Selfossflugvelli.

Skýrsla 07.02.2007
Flugsvið

Endurútgáfa skýrslu um flugatvik TF-FIR (Boeing 757-200)

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur endurútgefið skýrslu Rannsóknarnefnadar flugslysa í Danmörku um flugatvik TF-FIR (Boeing 757-200) þann 11. janúar 2007 við strendur Danmerkur. Lúga fyrir neyðarrennu á vinstri hlið flugvélarinnar opnaðist á flugi og neyðarrennan losnaði frá flugvélinni.

Skýrsla 11.01.2007
Flugsvið

Flugslys TF-FMS á Reykjavíkurflugvelli

Flugvélin lét ekki að stjórn í flugtaki og hætti flugmaðurinn því við flugtak. Líklegt að ís og/eða snjór hafi verið á vængjum sem minnkaði lyftigetu þeirra og jók ofrishraða flugvélarinnar.

Skýrsla 11.01.2007
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-FIU (Boeing 757-200) er lenti í ókyrrð suðaustur af Íslandi

Samantekt um veðurfar vegna alvarlegs flugatviks TF-FIU (Boeing 757-200) suðaustur af Íslandi þann 2. janúar 2007.

Skýrsla 02.01.2007
Flugsvið

Flugslys TF-LEO við Gæsavatnaskála

Flugvélinni var lent á hálendi við vetraraðstæður. Flugvélin lenti í snjóskafli með þeim afleiðingum að hún hafnaði á bakinu.

Skýrsla 23.09.2006
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-LLA (Boeing 767-300) 700 Nm vestan við LPAZ

Flugmenn á TF-LLA finna rafmagnslykt í flugstjórnarklefa og ákveða að halda flugi áfam þar sem lyktin hvarf. Skömmu síðar finnur áhöfnin enn á ný rafmagnslykt. Áhöfnin setur upp súrefnisgrímur og er flugvélinni snúið til Point á Pitre flugvallar. Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi (BEA) rannsakaði atvikið og skilaði skýrslu sinni á frönsku. Helstu atriði skýrslunnar hafa verið þýdd hér að ofan.

Skýrsla 17.09.2006
Flugsvið

Flugslys TF-FAD (Piper PA-38-112 Tomahawk) í Eyjafirði

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur gefið út skýrslu um flugslys flugvélarinnar TF-FAD, sem er af gerðinni Piper Tomahawk, er varð þann 3. september 2006. Flugnemi og flugkennari voru í kennsluflugi við Hjalteyri í Eyjafirði og voru að æfa neyðarviðbrögð. Flugneminn tók upp vængbörð áður en aflgjafa var ýtt inn. Við það missti flugvélin hæð og lenti á túni. Í lendingunni rakst flugvélin í jörðina og steyptist fram yfir sig. Engin slys urðu á mönnum en flugvélin skemmdist talsvert.

Skýrsla 03.09.2006
Flugsvið

Flugslys TF-EGD (Piper PA-38) á Tungubakkaflugvelli

Flugvélin náði ekki tilætluðum flugtakshraða og fór fram af flugbrautarenda án þess að takast á loft með þeim afleiðingum að hún hafnaði í Leirvogsá.

Skýrsla 20.08.2006
Flugsvið

Flugumferðaratvik TF-AIR/FUA701W við Keflavíkurflugvöll

TF-AIR var í sjónflugi til lendingar á flugbraut 20 á Keflavíkurflugvelli. FUA701W var í blindaðflugi að sömu flugbraut. Aðskilnaður varð á milli flugvélanna. Láréttur aðskilnaðurinn varð minnstur 0,3 Nm. Lóðréttur aðskilnaður varð minnstur 300 fet.

Skýrsla 17.08.2006
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-CSB (Dornier 328) á Aberdeen flugvelli

Í lendingarbruninu gat flugáhöfnin ekki hægt nægjanlega á flugvélinni þar sem þeir komu handföngum fyrir hreyfilafl ekki í stöðu fyrir vendiskurð (Beta Range). Flugvélin fór fram af brautarenda og fram yfir öryggissvæði við brautarendann og stöðvaðist um 350 metra frá enda flugbrautarinnar. Engin meiðsl urðu á áhöfn eða farþegum. Þrjár tillögur eru gerðar í öryggisátt í skýrslunni.

Skýrsla 22.06.2006
Flugsvið