Eldri Skýrslur - RNF / Flugslysanefnd Skýrslur gefnar út af Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) eða af Flugslysanefnd Síða 9

Hér er hægt er að nálgast allar útgefnar skýrslur RNF aftur til ársins 2000. Ef óskað er eftir eldri skýrslu RNF eða Flugslysanefndar má senda skriflega beiðni um það á netfangið RNSA@RNSA.is. Reynt verður að verða við beiðnum um eldri skýrslur eins og verkefnastaða stofnunarinnar leyfir. Þó skal haft í huga að vegna núgildandi laga um persónuvernd, þá mun RNSA yfirfara viðkomandi skýrslu og fjarlægja persónugreinanlegar upplýsingar áður en skýrslan er afhent. Jafnframt verður leitast við að birta viðkomandi skýrslu á vef stofnunarinnar.

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Flugslys TF-HHX (Schweizer 269C) við Sandskeið

Þyrlu hlektist á í kennsluflugi austur af flugvellinum á Sandskeiði

Skýrsla 14.03.2004
Flugsvið

Flugslys TF-ATJ (Boeing 747-300) í flugi yfir Atlantshafi

Endurútgáfa skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa á spáni (CIAIAC) um flugslys TF-ATJ þann 26 febrúar 2004.

Skýrsla 26.02.2004
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-ELN (Boeing 737-300) á Reykjavíkurflugvelli

Alvarlegt flugatvik TF-ELN (Boeing 737-300) á Reykjavíkurflugvelli þann 31. desember 2003. TF-ELN var í lendingu á flugbraut 01. Vegna slæmra bremsuskilyrða náði flugvélin ekki að stöðva fyrir flugbrautarenda og endaði feril sinn þvert á öryggissvæði handan flugbrautar.

Skýrsla 31.12.2003
Flugsvið

Flugslys TF-FTT (Cessna 152) á Raufarhafnarflugvelli

Cessna 152 hlekktist á þegar flugmaður hennar hugðist yfirfljúga flugbraut 07 á flugvellinum á Raufarhöfn

Skýrsla 01.12.2003
Flugsvið

Flugatvik TF-JML (Fairchild SA 227) á Reykjavíkurflugvelli

Flugvél af gerðinni Fairchild SA 227 hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli þegar þrjú af fjórum aðalhjólum hennar sprungu.

Skýrsla 11.09.2003
Flugsvið

Flugslys TF-SAC (ASK 21) á flugvellinum við Sandskeið

Svifflugvél af gerðinni ASK 21 hlektist á í flugtaki þegar verið var að toga flugvélina til flugs með spili.

Skýrsla 07.09.2003
Flugsvið

Flugatvik TF-ELH (Dornier DO228) við Bíldudal

Áhöfn Dornier flugvélar fékk uppgefnar rangar upplýsingar um loftþrýsting fyrir aðflug sem olli því að hún flaug um 300 fetum niður fyrir lágmarksflughæð í aðfluginu

Skýrsla 31.08.2003
Flugsvið

Flugatvik TF-HIS (Cessna 180) við Stíflisdalsvatn

Cessna 180 missti vélarafl og nauðlenti á óskráðri flugbraut við Stíflisdalsvatn

Skýrsla 04.08.2003
Flugsvið

Flugumferðaratvik FXI235 (BAE 146-200) og N46PW (Piper PA46T)

OY-RCA og N46PW voru á gagnstæðum ferlum vestur af landinu þegar flugumferðarstjóri í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík tók eftir að þær voru í sömu hæð. Hann lét OY-RCA lækka flugið og mættust flugvélarnar skömmu síðar með þúsund feta aðskilnaði.

Skýrsla 01.08.2003
Flugsvið

Flugumferðaratvik TF-ATU (Boeing 767-300) við París (Endurútgáfa)

Endurútgáfa RNF á skýrslu rannsóknarnefnar flugumferðaratvika í Frakklandi um flugumferðaratvik TF-ATU og HB-IJL við París 1. ágúst 2003.

Skýrsla 01.08.2003
Flugsvið