Eldri Skýrslur - RNF / Flugslysanefnd Skýrslur gefnar út af Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) eða af Flugslysanefnd Síða 9

Hér er hægt er að nálgast allar útgefnar skýrslur RNF aftur til ársins 2000. Ef óskað er eftir eldri skýrslu RNF eða Flugslysanefndar má senda skriflega beiðni um það á netfangið RNSA@RNSA.is. Reynt verður að verða við beiðnum um eldri skýrslur eins og verkefnastaða stofnunarinnar leyfir. Þó skal haft í huga að vegna núgildandi laga um persónuvernd, þá mun RNSA yfirfara viðkomandi skýrslu og fjarlægja persónugreinanlegar upplýsingar áður en skýrslan er afhent. Jafnframt verður leitast við að birta viðkomandi skýrslu á vef stofnunarinnar.

Leita að skýrslu

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Flugslys TF-ARR (747-200) á Sharjah flugvelli í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum

Endurútgáfa RNF á skýrslu flugmálayfirvalda í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum (GCAA) um flugslys TF-ARR á Sharjah flugvelli þann 7. nóvember 2004.

Skýrsla 07.11.2004
Flugsvið

Flugslys TF-API á Akureyrarflugvelli

Flugslys varð á Akureyrarflugvelli þann 24. nóvember 2004 þegar TF-API hlekktist á í flugtaki með þeim afleiðingum að flugvélin hafnaði í fjöruborði við enda flugbrautarinnar.

Skýrsla 24.11.2004
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik TF-SYN (Fokker F27) á Vaagar flugvelli

Neflendingarbúnaður gaf sig í lendingarbruni.

Skýrsla 01.10.2004
Flugsvið

Alvarlegt flugatvik á TF-JXA (MD-82) á Ítalíu

Flugvél af gerðinni MD-82 snéri við eftir flugtak frá Catania Fontanarossa þar sem flugvélin geigaði (yawed) óeðlilega eftir flugtak.

Skýrsla 08.05.2004
Flugsvið

Flugumferðaratvik í Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík

Ratstjárupplýsingar til Flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík rofnuðu tímabundið.

Skýrsla 08.02.2005
Flugsvið

Flugslys TF-IOO við Fljótavík á Hornströndum

Flugmaður á flugvélinni TF-IOO hætti við flugtak á sandi í Fljótavík með þeim afleiðingum að hjólabúnaðurinn gaf sig og vinstri vængur skall í jörðina.

Skýrsla 15.07.2005
Flugsvið

Flugatvik TF-FUN á Keflavíkurflugvelli

Flugvél af gerðinni American Champion hlektist á í snertilendingu á Keflavíkurflugvelli með þeim afleiðingum að hún fór út af flugbrautinni og stélkastaðist heilan hring.

Skýrsla 15.06.2005
Flugsvið

Flugatvik TF-FIE á Standsted flugvelli í Bretlandi

Í flugtaki varð áhöfn vör við reyk í flugstjórnarklefanum. Áhöfnin hafði samband við flugturn og óskaði eftir því að snúa við og lenda. Flugvélinni ver lent eftir um það bil 11 mínútna flug. Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsakaði atvikið og hefur gefið út samantekt (Bulletin).

Skýrsla 18.08.2005
Flugsvið

Flugatvik TF-ARE á Manchester flugvelli í Bretlandi

Þegar verið var að loka hurð flugvélarinnar fyrir brottför klemmdist handleggur flugfreyju á milli handfangs hurðarinnar og þverþils flugvélarinnar með þeim afleiðingum að úlnliður flugfreyjunnar brotnaði. Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsakaði atvikið og hefur gefið út samantekt (Bulletin).

Skýrsla 11.06.2005
Flugsvið

Flugatvik TF-ARD við Palma, Mallorca

Skömmu eftir flugtak flaug flugvélin í haglél sem ekki sást á veðurratsjá hennar. Þrátt fyrir skemmdir á loftnetshlíf, lendingarljósum og rúðu aðstoðarflugmanns var fluginu haldið áfram samkvæmt áætlun (til Gatwick flugvallar í Bretlandi). Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsakaði atvikið og hefur gefið út samantekt (Bulletin).

Skýrsla 20.08.2005
Flugsvið