Slysa- og atvikaskýrslur

Nýlegar slysa- og atvikaskýrslur:

Þjóðvegur 1 við Heiðarenda 23.12.2016

Síðdegis þann 23. desember 2016 kom vegfarandi um þjóðveg 1 við Heiðarenda að Suzuki Grand Vitara bifreið sem hafði hafnað utan vegar og oltið. Engin  vitni voru  að slysinu. Vegfarandinn var á bifreið sem útbúin var sterkum ljóskösturum og sá þannig glampa af Suzuki bifreiðinni þar sem hún var á hvolfi fyrir utan veginn.

Ökumaður Suzuki bifreiðarinnar lést í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Akstur við erfiðar aðstæður 23.12.2016
Umferðarsvið

Holtavörðuheiði 22.12.2016

Eftir hádegi þann 22. desember 2016 lentu Suzuki bifreið og Toyota bifreið saman á Holtavörðuheiði. Þeim var ekið í gagnstæðar áttir og var Toyota bifreiðinni ekið inn á rangan vegarhelming og lentu vinstri framhorn bifreiðanna saman. Bifreiðarnar snérust við áreksturinn og stöðvuðust þær utan vegar.

Ökumaður Toyota bifreiðarinnar lést í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Stofnun fagráðs um ökuréttindi
Vinna við útgáfu eyðublaðs um veitingu og endurnýjun ökuréttinda 22.12.2016
Umferðarsvið

Vesturlandsvegur Lágafell 9.12.2016

Ökumaður Kia bifreiðar hafði numið staðar á vegöxl við Vesturlandsveg. Skyndilega ók hann inn á akbrautina í vinstri beygju, þvert á tvær akreinar fyrir umferð í átt til Reykjavíkur. Ökumaður Jaguar bifreiðar á vinstri akrein á leið til Reykjavíkur reyndi að sveigja frá Kia bifreiðinni án árangurs og lenti bifreiðin á vinstri hlið Kia bifreiðarinnar. Ökumaður Kia bifreiðarinnar hlaut fjöláverka í slysinu og lést á sjúkrahúsi daginn eftir. Í skýrslunni beinir nefndin þeirri tillögu til veghaldara að aðgreina betur akstursáttir þar sem slysið átti sér stað.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Aðgreining akstursátta 09.12.2016
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur við Fagurhólsmýri 30.10.2016

Þann 30. október 2016 hafði Toyota bifreið verið ekið Suðurlandsveg í vesturátt skammt frá Fagurhólsmýri. Vegurinn á þessum stað liggur í hægri beygju miðað við akstursátt ökumanns og lenti bifreiðin útaf veginum vinstra megin. Bifreiðin rakst síðan á brattan bakka og kastaðist við það nokkra vegalengd og valt í kjölfarið.

Ökumaður, sem var ekki spenntur í öryggisbelti, kastaðist út úr bifreiðinni. Hann hlaut banvæna fjöláverka og lést á slysstað.

Skýrsla 30.10.2016
Umferðarsvið

Reykjanesbraut við Rósaselstorg

Um miðjan dag 17. október 2016 lést ökumaður fólksbifreiðar í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Reykjanesbraut skammt austan við Rósaselstorg. Ökumaðurinn sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti og var undir áhrifum ólöglegra fíkniefna þegar slysið átti sér stað.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Aðgreining akstursátta (1) 17.10.2016
Umferðarsvið

Hlíðarvegur Ólafsfirði 14.10.2016

Snemma morguns hinn 14. október 2016 var maður að bera út blöð á bifreið sinni. Hafði hann
stöðvað bifreiðina og stigið út en hún rann síðan af stað. Hann klemmdist milli stafs og hurðar
þegar hann var að reyna að stöðva bifreiðina. Ökumaðurinn lést af völdum áverka sem hann
hlaut í slysinu.

Skýrsla 14.10.2016
Umferðarsvið

Suðurlandsvegur Sólheimasandi

Að kvöldi 17. september 2016 var ekið á mann sem stóð á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi með þeim afleiðingum að hann lést. Slysstaður er við slóða sem liggur að vinsælum ferðamannastað, en slóðinn var lokaður fyrir umferð ökutækja. Myrkur var og þegar slysið átti sér stað var staðurinn ómerktur, óupplýstur og án bílastæða.

Skýrsla 17.09.2016
Umferðarsvið

Útnesvegur Hnausar 17.9.2016

Rétt fyrir miðnætti laugardaginn 17. september 2016 var bifreið ekið út af Útnesvegi á Snæfellsnesi þar sem hún valt nokkrar veltur. Tveir aðilar voru í bifreiðinni, báðir þreyttir, undir áhrifum áfengis og ekki spenntir í öryggisbelti. Annar þeirra kastaðist út úr bifreiðinni og lést af völdum áverka sem af hlutust. Hinn kastaðist til og að hluta út úr bifreiðinni, hann hlaut alvarleg meiðsli.

Skýrsla 17.09.2016
Umferðarsvið

Ólafsfjarðarvegur við Skíðadal

Þann 4. september 2016 var Nissan bifreið ekið norður Ólafsfjarðarveg. Á móts við Skíðadal var bifreiðinni ekið yfir miðlínu vegarins inn á rangan vegarhelming. Bifreiðin ók utan í ökumannshlið Jeep Wrangler bifreiðar sem ekið var úr gagnstæðri átt og utan í kerru sem hún var með í eftirdragi.
Nissan bifreiðin hafnaði síðan á Audi bifreið sem var ekið fyrir aftan Jeep bifreiðina.


Farþegi í aftursæti Nissan bifreiðarinnar lést í slysinu.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Könnun á styrkleika á stýrisbúnaði
Breytingar á umferðarlögum m.t.t. öryggisbúnaðar barna 04.09.2016
Umferðarsvið

Þingskálavegur við Geldingalæk

Upp úr hádegi 20. ágúst 2016 varð harður árekstur tveggja bifreiða á Þingskálavegi við Geldingalæk. Ökumaður Skoda fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Toyota sendibifreið sem ekið var úr gagnstæðri átt. Ökumaður Skoda bifreiðarinnar lést í slysinu og ökumaður sendibifreiðarinnar slasaðist talsvert.

Skýrsla
Tillaga í öryggisátt:
Þingskálavegur 20.08.2016
Umferðarsvið